Handbolti

Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur fagnar bronsverðlaunum þýskalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í upphafi árs.
Dagur fagnar bronsverðlaunum þýskalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í upphafi árs. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson gæti hætt sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar eins og áður hefur verið fjallað um.

Samningur Dags við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2020 en er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrir 30. júní í sumar.

Sjá einnig: Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 hefur Dagur fengið tilboð frá bæði PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi.

Sjá einnig: Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag

Vefritið Sport1.de í Þýskalandi fullyrðir í dag að PSG sé eitt þeirra liða sem hafi gert hosur sínar grænar fyrir Degi.

Samningur Noka Serdarusic, núverandi þjálfara PSG, rennur út í sumar og er fullyrt í fréttinni að Dagur gæti fengið 600 þúsund evrur í árslaun hjá PSG - tvöfalt meira en hann þénar hjá þýska handknattleikssambandinu.

Þess fyrir utan hefur PSG umtalsverðar fjárhæðir á milli handanna í rekstur félagsins - um sautján milljónir evra. Til samanburðar má nefna að Kiel er rekið fyrir 9,5 milljónir evra á ári.

Sjá einnig: Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur

Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlin, segir að viðræður við Dag séu enn í gangi en að hann viti vel að árangur Dags hafi gert hann að einum eftirsóttasta þjálfara heims.

„Þetta snýst ekki bara um peninga. Þetta snýst um lífsplönin hans Dags,“ sagði Hanning.

Ljóst er að Dagur mun sama á hvað dynur stýra þýska landsliðinu á HM í Frakklandi sem fer fram í janúar á næsta ári.


Tengdar fréttir

Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu

Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×