Lífið

Spjallað við FM Belfast: Fær stundum giggdaga-niðurgang

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill og Lóa góð.
Egill og Lóa góð.
Íslenska hljómsveitin FM Belfast spilaði á Sónar tónlistarhátíðinni um síðustu helgi en sveitin er þekkt fyrir að gefa allt í hverja tónleika og setja á svið mikið partý.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Egill Eyjólfsson mættu í yfirheyrslu á YouTube-síðunni 3rd Degree og spjölluðu við Bjarna Lárus Hall.

Bæði voru þau sammála um að flestir í bandinu yrði mjög stressuð áður en þau færu á svið.

„Það er samt verst þegar fólk veit ekki alveg hvað það er að fá þegar það bókar okkur. Maður er kannski staddur á nærbuxunum bakssviðs í einhverju kúltúrhúsi í norður Noregi og fólk vildi endilega fá eitthvað íslenskt,“ segir Egill.

„Maður er bara á nærbuxunum að spila fyrir intelektúal silfurskottur. Stundum fær maður giggdaga-niðurgang af stressi.“

„Ég fæ ekki niðurgang, ég verð svona giggdagaheimsk. Svona klukkutíma fyrir show-ið verð ég algjörlega tóm í hausnum,“ segir Lóa en hér að neðan má sjá spjallið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×