Lífið

Spjallað við Fatboy Slim: „Fæ sennilega peningana mína til baka rétt áður en ég dey“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cook og Bjarni áttu vel saman.
Cook og Bjarni áttu vel saman.
Norman Cook, betur þekktur sem FatBoy Slim, spilaði á Sónar tónlistarhátíðinni um helgina. Þetta var í annað skipti sem Cook kemur fram hér á landi.

YouTube-síðan 3rd Degree heyrði í honum hljóðið um helgina og úr varð mjög svo skemmtilegt spjall milli Bjarna Lárusar Hall og Norman Cook.

„Upphalds íslenska hljómsveitin mín er SigurRós en ég þekki í raun bara eitt annað íslenskt band og það er Kaleo,“ segir Cook og bætir reyndar við undir lokin að hann þekki einnig Gus Gus.

Hvert er uppáhalds lagið þitt með Fatboy Slim?

„Það er reyndar mjög auðvelt fyrir mig að svara þessu og það er bara Right here, Right now. Ástæðan fyrir því er að ég heyri lagið svo oft, þá fótboltaleik og á allskonar stöðum. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég heyri lagið.“

Í spjallinu kom í ljós að Cook á þrjú prósent í enska knattspyrnuliðinu Brighton & Hove Albion F.C.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×