Enski boltinn

Spjaldakóngurinn gerir langtímsamning við Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kunnugleg sjón.
Kunnugleg sjón. vísir/getty
Harðjaxlinn Lee Cattermole hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland. Nýji samningurinn gildir til ársins 2021.

Cattermole, sem er uppalinn hjá Middlesbrough, kom til Sunderland frá Wigan Athletic 2009 en félagið borgaði sex milljónir punda fyrir hann.

Cattermole hefur síðan þá leikið 147 leiki fyrir Sunderland og skorað tvö mörk. Hann hefur verið duglegri að ná sér í spjöld en á þessum sex tímabilum hjá Sunderland hefur hann fengið 55 gul spjöld og sex rauð.

„Lee er í lykilhlutverki í liðinu. Hann er hvetjandi og mikill leiðtogi. Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að vera búið að tryggja sér áframhaldandi þjónustu hans,“ sagði Dick Advocaat, knattspyrnustjóri Sunderland.

Advocaat tók við Sunderland undir lok síðasta tímabils og tókst að bjarga liðinu frá falli. Eftir tímabilið ákvað hann að vera áfram með liðið og skrifaði undir eins árs samning við það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×