Innlent

Spilla fyrir brennu við Stokkseyri

Óli Kr Ármannsson skrifar
Alls konar rusl hefur hrúgast upp á brennustað Stokkseyringa.
Alls konar rusl hefur hrúgast upp á brennustað Stokkseyringa. Mynd/Árborg

Ólögleg losun á rusli þar sem haldin hefur verið áramótabrenna veldur Sveitarfélaginu Árborg kostnaði og spillir fyrir söfnun í brennuna. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að fjarlægður hafi verið stærðar haugur, en safnast hafi jafnharðan á sama stað.

Bent er á að losun á úrgangi annars staðar en á samþykktum móttökustöðvum eða í sorpílát sé bönnuð. Þá megi ekki aðrir safna í bálkesti en þeir sem hafa tilskilin leyfi og í þeim má bara brenna efni sem ekki valda hættulegri mengun, svo sem ómeðhöndlað timbur, pappa og pappír. „Haldi fram sem horfir má búast við því að sveitarfélagið fái ekki tilskilin leyfi til að halda áramótabrennu við Stokkseyri í ár,“ segir á vef Árborgar.

Íbúar sem varir verða við ólöglega losun sorps eru beðnir að tilkynna það til þjónustuvers sveitarfélagsins eða til lögreglu á Selfossi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×