Íslenski boltinn

Spilar Guðmundur sinn fyrsta leik síðan 1996?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Hreiðarsson og Stefán Logi Magnússon.
Guðmundur Hreiðarsson og Stefán Logi Magnússon. Vísir/Valli
Leikur ÍBV og KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins hefst eftir hálftíma.

Í marki KR stendur Sindri Snær Jensson, en aðalmarkvörður liðsins, Stefán Logi Magnússon, tekur út leikbanns vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta gegn Breiðabliki í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.

Á varamannabekk KR-inga situr svo hinn 54 ára gamli Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari liðsins, en verður Sindra til halds og trausts í leiknum í kvöld.

Guðmundur lék sinn síðasta meistaraflokksleik 11. ágúst 1996, en hann kom þá inn á sem varamaður fyrir Kristján Finnbogason á 87. mínútu.


Tengdar fréttir

Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins

KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×