FIMMTUDAGUR 26. MAÍ NÝJAST 10:35

Brýnt ađ losna viđ floppy diskana frá kjarnorkuvopnum

FRÉTTIR

Spilar á píanó og munnhörpu samtímis

 
Lífiđ
10:00 14. FEBRÚAR 2016
Guđmundur hefur munnhörpuna á sérstakri grind sem heldur henni upp viđ munninn međan hann spilar á píanóiđ.
Guđmundur hefur munnhörpuna á sérstakri grind sem heldur henni upp viđ munninn međan hann spilar á píanóiđ. VÍSIR/VILHELM

Ertu alltaf kallaður báðum nöfnunum, Guðmundur Daníel?
Nei, yfirleitt bara Guðmundur og stundum Gummi af vinum mínum í skólanum. Þegar ég er í útlöndum er ég kallaður Daníel því útlendingum finnst erfitt að segja Guðmundur.

Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Smíði, stærðfræði og íþróttir.

Hver eru helstu áhugamálin utan skólans?
Golf, skíði og að spila á píanó. Ég spila golf á sumrin hjá Golfklúbbnum Oddi með pabba og Helga Hrafni, bróður mínum.

Hversu gamall byrjaðir þú að spila á hljóðfæri?
Ég byrjaði fimm ára að spila á píanó í Landakotsskóla. Núna læri ég hjá Jónasi Sen í Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Hvernig datt þér í hug að spila á píanó og munnhörpu í einu?
Það var þegar ég sá Billy Joel spila Pianoman á Youtube. Mig langaði að prófa hvort ég gæti gert það sama, spila á píanó, munnhörpu og syngja lagið á sama tíma.

Byrjaðir þú ungur að æfa á skíðum?
Ég var sjö ára þegar ég fór að æfa skíði hjá Ármanni en bara fjögurra ára þegar ég byrjaði fyrst að fara á skíði.

Nú er ég nýkominn úr níu daga skíðaferð til Keystone í Colorado með fjölskyldu minni. Það var mjög gaman. Við skíðuðum allar erfiðustu brekkurnar og líka fyrir utan brekkur og inn á milli trjánna. Það reyndi á. Ég hef líka skíðað í Sochi í Rússlandi, í Kanada, á Ítalíu og í Breckenridge.

Keppir þú stundum á skíðum? Já, til dæmis keppti ég á Reykjavíkurmótinu í stórsvigi síðasta þriðjudag og lenti í 4. sæti.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?
Atvinnumaður í golfi því það er íþróttin sem mér finnst skemmtilegust.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Spilar á píanó og munnhörpu samtímis
Fara efst