Spila­u k÷rfubolta vi­ fÚlagana Ý gegnum Messenger

 
LÝfi­
22:52 26. MARS 2016
Leikurinn er fur­u ßvanabindandi.
Leikurinn er fur­u ßvanabindandi. SKJ┴SKOT

Facebook er til margra hluta nytsamlegt, ekki síst þegar til þess að halda sambandi við sína nánustu. Með Messenger-smáforriti er svo hægt að tengja enn frekar með því að spjalla við vini og vandamenn í tíma og ótíma.

Forriturum Facebook finnst það þó greinilega ekki nóg og hafa því falið körfuboltaleik inn í Messenger-smáforritinu.

Leikurinn er einfaldur en furðu ávanabindandi og snýst um að skjóta körfubolta oftar ofan í körfuna en sá sem þú keppir við.


Það er ósköp einfalt að virkja leikinn. Þú hefur samtal við þann sem þú vilt keppa við í Messenger-smáforritinu. Því næst er körfubolta-emoji sendur á keppinautinn. Til þess að hefja leikinn er þrýst á körfuboltann og haldið inn í smástund, þá ætti leikurinn að birtast.

Nánari leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan. Einnig er hægt að spila skák í gegnum Messenger-smáforritið. Það eina sem þarf að gera til að virkja skákina er að hefja samtal við einhvern og skrifa @fbchess play, þá hefst taflið.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­

TAROT DAGSINS

Drag­u spil og sjß­u hva­a spßdˇm ■a­ geymir.
ForsÝ­a / LÝfi­ / LÝfi­ / Spila­u k÷rfubolta vi­ fÚlagana Ý gegnum Messenger
Fara efst