Innlent

Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers

Bobby Fischer.
Bobby Fischer.

Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu.

Fischer lést eftir erfið veikind í gær. Hann fæddist 9. mars 1943. Hann vakti snemma athygli fyrir gríðarlega skákhæfileika. Hann varð heimsmeistari í skák árið 1972 í einvígi sem kallað hefur verið einvígi síðustu aldar þegar hann atti kappi við Sovétmanninn Boris Spasskí í Reykjavík. Mótið stóð yfir frá því í júlí og fram í september og vann Fischer með 12 og hálfum vinningi gegn átta og hálfum vinningi Spasskís.

Fischer varð íslenskur ríkisborgari árið 2005 eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðas lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabanna Bandaríkjanna. Fischer var af mörgum talinn einn mesti skákmaður allra tíma.


Tengdar fréttir

Bobby Fischer látinn

Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi.

Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×