Innlent

Spara milljón á hverja mínútu með fyrri lokun frístundaheimila

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Frístundaheimilin munu nú loka korteri fyrr.
Frístundaheimilin munu nú loka korteri fyrr. Fréttablaðið/Vilhelm
Frístundaheimilum Reykjavíkurborgar verður lokað klukkan 17 frá og með næsta hausti í stað 17.15 eins og síðastliðin ár. Með þessu korteri á að spara alls 15 milljónir króna í ár og á næsta ári.

Samkvæmt skóla- og frístundasviði er verið að samræma opnunartímann við leikskólaopnanir. Ekki hafi orðið vart við óánægju foreldra vegna málsins þótt þeir þurfi að fara fyrr úr vinnu til að ná í börn sín.

Um fjögur þúsund reykvísk börn eru á frístundaheimilum en aðeins tvö hundruð með vistun til klukkan 17.15 síðasta vetur. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×