Erlent

Spánverjar standa frammi fyrir breyttu pólitísku landslagi

Atli Ísleifsson skrifar
Spár Antena 3 er flokkurinn PP stærsti flokkurinn í ellefu af þrettán héruðum, en náði hvergi hreinum meirihluta.
Spár Antena 3 er flokkurinn PP stærsti flokkurinn í ellefu af þrettán héruðum, en náði hvergi hreinum meirihluta. Vísir/AFP
Kosið var til sveitarstjórna á Spáni í dag og standa landsmenn nú frammi fyrir breyttu pólitísku landslagi eftir að talið var upp úr kjörkössunum.

Spánverjar virðast hafa sagt skilið við tveggja flokka kerfi sitt og reynir nú á hvort flokkar, sem áður hafa ekki átt samleið, geti unnið saman.

Kosið var til stjórna í þrettán héruðum og um átta þúsund sveitarfélögum. Skoðanakannanir bentu til þess að Spánverjar væru orðnir langþreyttir á meintri spillingu stóru flokkanna tveggja, Íhaldsflokksins PP og sósíalistaflokksins PSOE, stöðugum niðurskurði og miklu atvinnuleysi.

Fyrstu tölur bentu til þess að nýir flokkar hafi víða náð inn mönnum í stjórnir sveitarfélaganna og neyðast stóru flokkarnir því til að bjóða þeim til viðræðna.

Vinstriflokkurinn Podemos og miðjuflokkurinn Ciudadanos náðu víða mjög góðum árangri, en flokkarnir eru hugmyndafræðilega ólíkir en sameinaðir í baráttunni gegn spillingu og fylgjandi aukni gagnsæi.

Samkvæmt útgönguspá Antena 3 er flokkurinn PP stærsti flokkurinn í ellefu af þrettán héruðum, en náði hvergi hreinum meirihluta.

Í Madríd er PP búinn að vera við völd í 24 ár, en svo virðist sem flokkurinn hafi nú misst meirihluta sinn. Sigurvegar kosninganna í höfuðborginni virðist vera flokkurinn Ahora Madrid, sem tengist vinstriflokknum Podemos.

Podemos náði einnig góðum árangri bæði í Valencia og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×