Erlent

Spænsku tröppurnar í Róm opnaðar á ný eftir endurbætur

Atli ísleifsson skrifar
Eitt helsta kennileiti Rómarborgar, Spænsku tröppurnar, voru opnaðar á ný í dag eftir miklar endurbætur sem unnið hefur verið að síðasta árið.

Skartgriparisinn Bulgari lagði til 1,5 milljónir evra, um 200 milljónir króna, til framkvæmdanna og segja það gjöf til heimaborgar fyrirtækisins.

Virginia Raggi, borgarstjóri Rómar, og Jean-Christophe Babin, forstjóri Bulgari, opnuðu tröppurnar að nýju á sameiginlegum fréttamannafundi í dag.

Bulgari hefur þó farið fram á ýmsar takmarkanir varðandi aðgengi almennings að tröppunum sem vakið hafa hörð viðbrögð. Þannig er farið fram á að tröppurnar verði lokaðar að næturlagi til að koma í veg fyrir að ferðamenn og innfæddir vinni skemmdir á tröppunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×