Fótbolti

Spænsku meistararnir fá góðan liðsstyrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cerci er kominn til Spánarmeistaranna
Cerci er kominn til Spánarmeistaranna Vísir/Getty
Atletico Madrid hefur keypt Alessio Cerci frá Torino. Ítalski landsliðsmaðurinn mun skrifa undir þriggja ára samning við Spánarmeistaranna.

Cerci, sem er 27 ára, skoraði 13 mörk og átti tíu stoðsendingar fyrir Torino á síðustu leiktíð, en liðið hafnaði í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Hann kemur með hraða, mörk og gefur okkar fleiri möguleika í sóknarleiknum,“ sagði Jose Luis Perez Caminero, íþróttastjóri Atletico, um nýjasta liðsmanninn.

Cerci, ásamt Mario Mandzukic og Antoine Griezmann er ætlað að fylla skarðið sem Diego Costa skildi eftir sig, en hann skoraði 36 mörk fyrir Atletico á síðustu leiktíð.

Atletico Madrid vann nýliða Eibar með tveimur mörkum gegn einu á laugardaginn og er með fjögur stig eftir tvo leiki í spænsku úrvalsdeildinni.




Tengdar fréttir

Southampton að fá belgískan varnarmann

Svo virðist sem belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld sé á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Southampton frá Spánarmeisturum Atletico Madrid.

Simeone dæmdur í átta leikja bann

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var í dag dæmdur í átta leikja bann fyrir brottvísunina í leiknum gegn Real Madrid í Ofurbikarnum um helgina.

Meistararnir með sinn fyrsta sigur

Spánarmeistararnir í Atletico Madrid unnu nýliðana í Eibar, 2-1, í kvöld. Atletico hafði gert jafntefli í fyrsta leik sínum í deildinni, en þeir mörðu nýliðana í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×