Fótbolti

Spænsku blöðin: „Einn af ósanngjörnustu leikjum sem munað er eftir"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot af síðu Marca í morgun.
Skjáskot af síðu Marca í morgun. vísir/skjáskot
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu var mest áberandi á síðum spænskra blaða í morgun, en forsíður og baksíður voru stútfullar af efni um leik gærkvöldsins.

Real Madrid stóð uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni, en þetta var ellefti Evrópumeistaratitill þeirra. Juanfran klúðraði eina víti vítaspyrnukeppninnar.

„Endalaus dýrð," er fyrirsögn Marca, en það er staðarblaðið í Madrid. „Real Madrid til valda í ellefta skipti," segir ABC, þjóðarblaðið.

Nokkrir miðlarnir voru ekki jafn sáttir við sigur Real Madrid og sögðu hann ekki vera sanngjarnan.

„Hámarks-víti," sögðu bæði El Mundo Deportivo og Sport. „Madríd vann sinn ellefta sigur í vítaspyrnukeppni í einum af mest ósanngjörnu leikjum sem er munað eftir."

„Sergio Ramos skoraði þegar hann var rangstæður og Griezmann klúðraði vítaspyrnu."

Frönsku blöðin voru einnig vel með á nótunum því einn af dáðustu sonum Frakklands, Zinedine Zidane, stýrði Real til sigur sí gær.

„Stórbrotinn," skrifar L'Equipe eftir að Zidane varð sjöundi maðurinn til þess að vinna bæði Meistaradeildina sem leikmaður og þjálfari.


Tengdar fréttir

Ronaldo: Vítaspyrnukeppni er alltaf lottó

Cristiano Ronaldo, stórstjarna og hetja Real Madrid á vítapunktinum í kvöld, segir að reynslan hafi skipt sköpum í úrslitaleiknum gegn Atlético í kvöld.

Modric: Þessi bikar tilheyrir Real Madrid

Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, var stoltur í leikslok eftir sigur Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Hann segir leikurinn hafi verið erfiður vegna rakans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×