Fótbolti

Spænska deildin sú besta í heiminum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gareth Bale á æfingu með Real Madrid um daginn.
Gareth Bale á æfingu með Real Madrid um daginn. Vísir/Getty
Spænska deildin er að mati Gareth Bale sterkasta deild heimsins í dag en hann telur að það þurfi ekki að líta lengra en að sjá leikmennina sem stórliðin tvö, Barcelona og Real Madrid hafa verið að fá til liðs við sig undanfarnar vikur.

Atletico Madrid vann nokkuð óvænt spænsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili en afar ólíklegt er að eitthvað lið nái að stríða Real Madrid og Barcelona í ár.

Atletico hefur neyðst til þess að selja bestu leikmenn liðsins á meðan keppinautarnir hafa verið að styrkja sig. Hefur Real Madrid fengið til sín James Rodríguez og Toni Kroos og keppinautarnir í Barcelona gengu frá kaupunum á Luis Suárez.

„Að mínu mati er spænska deildin besta deild í heimi, bestu leikmenn heims spila flestir í henni. Enska deildin er frábær en bestu leikmennirnir þaðan eru að koma til Spánar. Barcelona og Real Madrid eru eitt af sigurstranglegustu liðunum í Meistaradeildinni sem sýnir gæði liðanna,“ sagði Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×