Fótbolti

Spænska deildin hlýtur að bæta við marklínutækni eftir þetta atvik | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Óhætt er að segja að Börsungar hafi verið rændir marki í 1-1 jafntefli gegn Real Betis í gær en ekki aðeins missti dómarinn af augljósri vítaspyrnu heldur missti hann einnig af því að boltinn fór klárlega yfir línuna.

Barcelona lenti óvænt 0-1 undir á Estadio Benito Villamarín vellinum í Andalúsíu en Luis Suarez náði að bjarga stigi fyrir Barcelona með jöfnunarmarki á 90. mínútu.

Sjá einnig:Börsungar misstu af mikilvægum stigum gegn Betis

Korteri áður virtist vera brotið á Neymar inn í vítateig en út frá því átti Jordi Alba sem fór greinilega yfir marklínuna en dómari leiksins var á því að varnarmanni Betis hefði tekist að hreinsa í tæka tíð.

Hreint út sagt ótrúlegt hvernig dómaranum tókst að missa af þessu augljósa marki en marklínutæknin hefur ekki verið innleidd á Spáni.

Spurning hvort því verði ekki kippt í lag fljótlega eftir þetta en dómarar á Englandi hafa notið aðstoðar marklínutækni á þessu tímabili með góðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×