Viðskipti erlent

SpaceX skýtur upp gervihnetti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Elon Musk, eigandi SpaceX.
Elon Musk, eigandi SpaceX. Nordicphotos/AFP
SpaceX, geimkönnunarfyrirtæki Elon Musk, hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum um að skjóta svokölluðum SWOT-gervihnetti geimvísindastofnunarinnar NASA á loft árið 2021. Gervihnöttinn á að nýta til þess að gera hæðarkort af höfum heimsins.

Þegar hnötturinn er kominn á sporbaug tekur NASA við verkefninu og annast þessa fyrstu kortlagningu sinnar gerðar.

Kostnaður verkefnisins er sagður nærri þrettán milljarðar króna. Skotið verður enn annar liðurinn í vaxandi starfsemi SpaceX en Musk ætlast til þess að fyrirtækið verði drifkraftur í því að mannkynið geti varanlega sest að á Mars og orðið með því fjölplánetna dýrategund. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×