Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur gegnt stöðunni í rétt rúm átta ár.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur gegnt stöðunni í rétt rúm átta ár. vísir/anton brink
Greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynni óbreytta stýrivexti í dag. Gera sérfræðingar Landsbankans meira að segja ráð fyrir að nefndin muni íhuga vandlega að hækka vexti.

Að mati sérfræðinga Íslandsbanka munu versnandi verðbólguhorfur vegna veikingar krónunnar frá júníbyrjun ríða baggamuninn í ákvörðun peningastefnunefndarinnar. Eins sé þörf fyrir nokkurt peningalegt aðhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×