Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Bjarki Ármannsson skrifar
Hagfræðideild Landsbankans spáir því í Hagsjá sinni að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi.
Hagfræðideild Landsbankans spáir því í Hagsjá sinni að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi. Vísir/Arnþór
Hagfræðideild Landsbankans spáir því í Hagsjá sinni að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi. Ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt þann 10. febrúar næstkomandi.

Í Hagsjánni kemur einnig fram að þróun helstu verðbólguhagvísa hafi verið nokkuð tíðindalítil frá síðasta vaxtarákvörðunarfundi peningastefnunefndarinnar. Ársverðbólgan mælist á svipuðum slóðum en krónan hafi styrkst lítillega gagnvart viðskiptaveginni gengiskörfu, sem hefur að öðru óbreyttu dregið úr verðbólguþrýstingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×