Lífið

Spá að nettengd tæki verði á bilinu 38-50 milljarðar árið 2020

Stefán Árni Pálsson skrifar
Góð mæting í gær.
Góð mæting í gær.

Nýherji stóð fyrir ráðstefnunni Internet of Things í Hörpu í gær en þar kom meðal annars fram að áður en langt um líður verða flestir ef ekki allir hlutir á heimilum, í vinnu, skóla eða samgöngutækjum tengdir netinu.

Sífellt fleiri tæki á heimilum og á vinnustöðum eru tengd netinu og talið er að 26 nettengd tæki verði á hverja manneskju árið 2020, ef fram fer sem horfir. Bylting sem nefnist Internet of Things (IoT), eða Internet hlutanna, er ekki fjarlægur vísindaskáldskapur heldur bláköld staðreynd.

Spár um fjölda nettengdra tækja er talinn verða á bilinu 38-50 milljarðar árið 2020, jafnvel fleiri tæki að sögn sérfræðinga fyrirtækja eins og Juniper og Intel. Það kemur því ekki á óvart að fjöldi fyrirtækja og stofnana séu farin að nýta sér tæknina til auka verðmæti viðskiptavina og ná samkeppnisforskoti.

Fjölmargir mættu á ráðstefnuna og var mikið stuð á svæðinu.

Anton Egilsson og Þorvaldur Einarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×