Fótbolti

Spá 23 stiga hita annað kvöld í Nice

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sólin lék við Íslendinga í París.
Sólin lék við Íslendinga í París. Vísir/Vilhelm
Þegar einn og hálfur sólarhringur er í að Englendingar og Íslendingar mætist í Nice í sextán liða úrslitum hljóðar veðurspáin fyrir kvöldið upp á 23 stiga hita. Reiknað er með því að það verði skýjað og mögulega einhverjar skúrir.

Afar heitt og sólríkt hefur verið í frönsku borginni undanfarna daga og hiti slagað upp í 30 stig. Það ætti að henta leikmönnum beggja liða ágætlega að leikurinn fer fram klukkan 21 að staðartíma, þegar sólin er farin að setjast og hiti minni.

Leikmenn Íslands halda í dag til Nice með flugvél. Íslenska pressan lagði af stað í sjö klukkustunda rútuferð klukkan fimm í morgun að staðartíma, þrjú að íslenskum tíma, til að vera viss um að ná blaðamannafundum liðanna í Nice eftir hádegið.

Bein útsending verður frá fundunum á Vísi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×