Enski boltinn

Southgate sér ekki eftir að hafa látið Kane hafa fyrirliðabandið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane og Harry Maguire á HM.
Kane og Harry Maguire á HM. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir að Harry Kane hafi sannað sig sem framtíðarfyrirliði Englands á HM sem lauk í gær.

Kane skoraði sex mörk á HM en hann var fyrst fyrirliði fyrir England í æfingarleik gegn Skotlandi í júní á síðasta ári.

Southgate gaf honum svo traustið fyrir HM og henti bandinu á framherjann knáa. Southgate sér ekki eftir því.

„Í mínum augum hefur hann staðið sig frábærlega. Ég var mjög ánægður og mjög hrifinn,” sagði Southgate um fyrirliðann sinn.

„Hann hefur virðingu allra í hópnum. Ég held að hugarfar hans um hvað sé mögulegt og hvert við getum náð hefur smitað út til hópsins. Það sýndi sig í leikjunum.”

„Við verðum alltaf að hafa það hugarfar að vera á fullu allan tímann og verða betri. Það er hugarfarið hans,” sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×