Enski boltinn

Southgate: Þurfum að komast af þessari eyju og læra af öðrum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Soutgate mætir Þýskalandi á morgun.
Gareth Soutgate mætir Þýskalandi á morgun. vísir/getty
Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld sem fullgildur stjóri þess en eftir fjóra leiki sem bráðabirgðastjóri liðsins var fékk hann varanlegan samning.

Fyrsta verkefnið er vináttulandsleikur gegn Þýskalandi í Dortmund en þýska liðið er ríkjandi heimsmeistari og þykir töluvert betra en það enska.

Southgate segir forsvarsmenn enska boltans vera komna af stað með verkefni sem á að gera það að verkum að nær dregur á milli enska og þýska liðsins í framtíðinni en hann viðurkennir að Englendingar verði að horfa út fyrir England þegar kemur að fótboltaþekkingu.

„Það er mikið verk eftir óunnið hjá okkur þegar kemur til dæmis að því hvernig tengslin á milli þýska knattspyrnusambandsins og þýsku 1. deildarinnar eru. Þau eru virkiiega sterk. Ungir leikmenn fá tækifæri til að spila í Þýskalandi. Þar í landi trúa allir á að það skili sér en það kemur líka til vegna eignarhalds félaganna,“ segir Southgate.

„Til að koma fólki í skilning um hversu mikill munurinn er þá frestaði þýska deildin upphafi síðustu leiktíðar vegna þess að þýskt landslið var á Ólympíuleikunum. Við komum ekki einu sinni liði á Ólympíuleikana. Þetta er samvinnan þeirra.“

„Við erum öðruvísi. Við þurfum að komast af þessari eyju og læra af öðrum. Við höfum okkar miklu styrkleika og ef við getum blandað þeim saman við styrkleika annarra getum við orðið betri en allir. Það er samt langur vegur framundan,“ segir Gareth Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×