Enski boltinn

Southampton kaupir vonarstjörnu Norwich

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Redmond hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands.
Redmond hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands. vísir/getty
Southampton hefur fest kaup á enska kantmanninum Nathan Redmond frá Norwich City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Redmond skrifaði undir fimm ára samning við Southampton en talið er að félagið hafi greitt í kringum 10 milljónir punda fyrir þennan kvika og skemmtilega leikmann.

Redmond, sem er 22 ára gamall, hóf ferilinn með Birmingham City en gekk til liðs við Norwich árið 2013. Redmond lék 122 leiki fyrir Norwich og skoraði 13 mörk.

Redmond er fyrsti leikmaðurinn sem Southampton kaupir í sumar en í fyrradag var keníski miðjumaðurinn Victor Wanyama seldur til Tottenham Hotspur.

Þá er Southampton búið að missa knattspyrnustjórann Ronald Koeman til Everton. Félagið er ekki enn búið að finna arftaka hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×