Enski boltinn

Southampton í viðræðum við nýjan stjóra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Claude Puel er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina.
Claude Puel er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty
Southampton er í viðræðum við Claude Puel, fyrrum stjóra Monaco og Lyon, um að vera arftaki Ronald Koeman sem stjóri Southampton, en þetta herma heimildir Sky Sports.

Þessi 54 ára gamli Frakki spilaði í sautján ár hjá Monaco á sínum leikmannaferli, er án félags eftir að hafa hætt eftir fjögur ár í starfi hjá Nice í sumar.

Puel stýrði Monaco til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni 2010, áður en hann hélt til Lille og síðar til Lyon. Lyon fór í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2010 undir stjórn Puel.

Southampton leitar logandi ljósi að nýjum stjóra eftir að Ronald Koeman yfirgaf félagið til þess að taka við Everton, en Southampton endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð.

Eddie Howie, Waleter Zenga og Vitor Pereira hafa allir verið orðaðir við starfið, en nú er talið líklegast að Claude Puel taki við starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×