Enski boltinn

Southampton hafnaði tilboði Liverpool í Clyne

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clyne og félagar í Southampton lentu í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.
Clyne og félagar í Southampton lentu í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. vísir/getty
Southampton hefur hafnað 10 milljóna punda tilboði Liverpool í hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne samkvæmt frétt BBC.

Líklegt þykir að Liverpool leggi fram annað og betra tilboð í Clyne sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Dýrlingana.

Forráðamenn Liverpool sjá Clyne fyrir sér sem arftaka Glens Johnson sem er á förum frá félaginu.

Clyne hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Southampton en hann er búinn að vinna sér sæti í enska landsliðinu. Hann kom til Southampton frá Crystal Palace fyrir þremur árum.

Liverpool keypti þrjá leikmenn frá Southampton síðasta sumar, Dejan Lovren, Rickie Lambert og Adam Lallana, og nú gæti sá fjórði bæst í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×