Enski boltinn

Southampton búið að finna arftaka Shaw

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Southampton fékk í kvöld enska bakvörðinn Ryan Bertrand á láni frá Chelsea til þess að leysa af Luke Shaw sem gekk til liðs við Manchester United á dögunum.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahóp Southampton undanfarnar vikur og hafa stórliðin í ensku úrvalsdeildinni fengið til sín bestu leikmenn liðsins og knattspyrnustjóra þess. Hafa Rickie Lambert, Adam Lallana, Dejan Lovren, Luke Shaw og Calum Chambers allir farið frá félaginu og þá hefur Morgan Schneiderlin óskað eftir sölu.

Bertrand sem gekk til liðs við Chelsea frá Gillingham þegar hann var sextán ára hefur leikið 28 leiki fyrir Chelsea á þeim tíma. Kom það ansi mikið á óvart þegar hann byrjaði leikinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2012.

Bertrand hefur verið orðaður við Liverpool undanfarna mánuði en Chelsea hefur ekki viljað selja Liverpool hann á undir átta milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×