Enski boltinn

Southampton að fá belgískan varnarmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alderweireld í baráttunni við Lionel Messi í leik Belgíu og Argentínu á HM.
Alderweireld í baráttunni við Lionel Messi í leik Belgíu og Argentínu á HM. Vísir/Getty
Svo virðist sem belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld sé á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Southampton frá Spánarmeisturum Atletico Madrid.

„Ég vil fá tvo leikmenn til viðbótar, sóknar- og varnarmann. Toby Alderweireld mun gangast undir læknisskoðun í dag og vonandi fáum við annan sóknarmann.

„Ég get ekki sagt hvaða leikmenn við erum að reyna að fá,“ er haft eftir Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Dýrlinganna, á hollensku vefsíðunni Helden Online.

Alderweireld, sem er 25 ára, gekk til liðs við Atletico Madrid frá Ajax fyrir síðasta tímabil. Hann varð hollenskur meistari í þrígang með Ajax.

Alderweireld lék alla fimm leiki Belgíu á HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×