Innlent

Sósíalistaflokkur Íslands býður fram til borgarstjórnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Vísir/Stefán
Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkti í dag ályktun sem kveður á um að fela framkvæmdastjórn flokksins að undirbúa framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor á vegum flokksins, kalla saman kjörstjórn skv. ákvæðum í lögum og skipulagi flokksins, stuðla áfram að kröftugri umræðu um sveitarstjórnarmál meðal flokksmanna og kanna möguleika á framboðum í öðrum sveitarfélögum.

Í tilkynningu frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósílistaflokksins, segir að  framboðið sé eðlilegt framhald af kröfu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar.

„Reykjavíkurborg rekur blóðuga láglaunastefnu gegn launafólki sínu, ber mikla sök á húsnæðiskreppunni sem grefur undan lífskjörum launafólks og hefur ýtt undir uppbyggingu húsnæðisbrasks, leigufyrirtækja og völd verktaka sem hafa stórgrætt á húsnæðisvanda hinna verst settu,” segir í tilkynningunni.

Þá kemur einnig fram að brýnt sé að fram komi sósíalískt framboð á vettvangi borgarmála sem heldur á lofti brýnni hagsmunabaráttu þeirra sem hafa orðið undir vegna samfélagslegs óréttlætis. „Fólkið í borginni þarf að rísa upp og endurheimta Reykjavíkurborg, krefjast þess að sveitarfélagið þeirra þjóni hagsmunum fjöldans en ekki hinum fáu, ríku og voldugu.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×