Enski boltinn

Sorgardagur fyrir Liverpool | Ronnie Moran látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronnie Moran á góðri stundu með Kenny Dalglish og Roy Evans eftir sigur Liverpool í ensku deildinni 1990.
Ronnie Moran á góðri stundu með Kenny Dalglish og Roy Evans eftir sigur Liverpool í ensku deildinni 1990. Vísir/Getty
Ronnie Moran, fyrrum fyrirliði og þjálfari Liverpool er látinn 83 ára gamall. Hann hefur verið kallaður Herra Liverpool en enginn hefur starfað fyrir félagið jafn lengi og hann.  Liverpool Echo segir meðal annars frá.

Ronnie Moran lék 379 leiki með Liverpool á árunum 1952 til 1968. Hann varð tvisvar enskur meistari (1964 og 1966) og einu sinni enskur bikarmeistari (1965).

Moran hélt áfram að starfa fyrir félagið eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hillu en hann var í þjálfarateyminu með körlum eins og þeim Bill Shankly, Bob Paisley og Joe Fagan. Þjálfarteymi þeirra gekk jafnan undir nafninu „Liverpool Boot Room“ en í sameiningu gerðu þeir Liverpool að stórveldi í enskum og evrópskum fótbolta.

Ronnie Moran tók líka tvisvar tímabundið við stjórastöðunni hjá Liverpool, fyrst eftir að Kenny Dalglish hætti 1991 og svo aftur eftir að Graeme Souness var frá vegna veikinda árið 1992.

Ronnie Moran hætti störfum hjá Liverpool árið 1998 en hafði þá starfað hjá félaginu í að verða fimm áratugi og skilað næstum því öllum mögulegum störfum á Anfield.

Nýlega kom út bók um ævisögu Ronnie Moran og ber hún titilinn „Mr Liverpool“ eða „Herra Liverpool“ á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×