Handbolti

Sorg á Twitter í seinni hálfleik: "Slæmi kaflinn, góða kvöldið“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðjón Valur í leiknum í kvöld.
Guðjón Valur í leiknum í kvöld. vísir/epa
Strákarnir okkar í landsliðinu í handbolta hófu leik á HM í Frakklandi í kvöld og mættu Spánverjum.

Eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem strákarnir voru yfir 12-10 kom slæmur kafli í seinni hálfleik sem gerði Spánverjunum kleift að komast yfir. Héldu þeir forystunni allt til loka leiksins sem fór 27-21.

Eins og svo oft áður létu Íslendingar vel í sér heyra á Twitter á meðan á leiknum stóð og varð mörgum tíðrætt um hinn alræmda slæma kafla sem gjarnan hefur reynst strákunum okkar fjötur um fót.

Hér að neðan má sjá brot af umræðunni.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×