Erlent

Sony mun sýna The Interview

Bjarki Ármannsson skrifar
Hætt var við að koma The Interview í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta.
Hætt var við að koma The Interview í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta. Vísir/AFP
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sony hefur tilkynnt að kvikmyndinni The Interview verður komið í takmarkaða dreifingu í Bandaríkjunum á jóladag. Sony hætti við að sýna myndina í síðustu viku eftir að fyrirtækið varð fyrir umfangsmikilli tölvuárás, sem ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið bendluð við.

BBC hefur eftir Michael Lynton, forstjóra Sony, að hann sé „spenntur“ fyrir því að áhorfendur fái nú að sjá gamanmyndina, sem fjallar um tilraun Bandaríkjamanna til að koma Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir kattarnef.

Þegar hafa tvö kvikmyndahús í Bandaríkjunum lýst því yfir að þau muni sýna myndina. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur fordæmt gerð myndarinnar en jafnframt neitað því að standa að baki árásinni á Sony.


Tengdar fréttir

Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum

„Orðrómar um netárás Norður-Kóreu var búinn til af leppstjórn Suður-Kóreu,“ segir í tilkynningu frá Pyonyang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×