Golf

Sonurinn stal af golfgoðsögn

Sifford með Tiger Woods.
Sifford með Tiger Woods. vísir/getty
Sonur og tengdadóttir fyrsta svarta kylfingsins á PGA-mótaröðinni hafa verið kærð fyrir að stela af honum.

Charlie Sifford braut niður marga múra árið 1961 er hann tryggði sér þáttökurétt á PGA-mótaröðinni. Hans árangur ruddi veginn fyrir minnihlutahópa í golfíþróttinni.

Sifford er fallinn frá en í vikunni var sonur hans og tengdadóttir kærð fyrir að hafa stolið af honum 135 milljónum króna.

Saksóknari segir að það hafi þau gert á árunum 2010 til 2014. Peningunum hafi síðan verið eytt í ferðalög, mat, föt, skartgripi og fleira.

Rannsókn málsins var þegar hafin er Sifford féll frá í febrúar síðastliðinum. Hann var þá 92 ára. Hann naut mikillar virðingar í golfheiminum og Tiger Woods kallaði hann afa sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×