Lífið

Sonur Össu Sólveigar gaf henni glóðarauga með titraranum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Assa deildi þessari mynd af sér. Myndin af titraranum er úr myndabanka Getty Images.
Assa deildi þessari mynd af sér. Myndin af titraranum er úr myndabanka Getty Images. vísir/getty
„Okkur sambýlismanninum láðist að ganga frá titraranum sem hafði slæðst undir kodda,“ segir Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen sem varð fyrir því óláni að tíu mánaða gamall sonur hennar sló hana í augað með titrara. Hún greinir frá þessu á Twitter og lætur fylgja með mynd af sér. Þar má sjá að hún er með glóðurauga.

„Þegar sonurinn vaknaði seinna tók ég hann upp í rúm og gaf honum að drekka. Eftir það finnur hann auðvitað helvítis gripinn og verður svona svakalega montinn og byrjar að sveifla honum upp og niður. Þegar ég lít á hann til að sjá hvað hann er með, bombar hann gripnum í andlitið á mér,“ segir Assa sem öskraði þá og tók um andlitið á sér.

„Þetta var alveg ógeðslega vont. Ætli við munum ekki bæði eftir því núna að lauma gripnum í skúffuna hér eftir,“ segir Assa Sólveig sem er 27 ára og er búsett í Malmö í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×