Fótbolti

Sonur Kluivert og félagar í Ajax voru ungu Blikunum erfiðir | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kaj Sierhus fagnar fyrsta markinu í Kópavogi í dag.
Kaj Sierhus fagnar fyrsta markinu í Kópavogi í dag. mynd/ajax.nl
Breiðablik er sama og úr leik í Meistaradeild unglinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn hollenska stórliðinu Ajax í fyrri leik liðanna í  fyrstu umferð Meistaradeildar ungmenna.

Kaj Sierhuis kom Ajax yfir strax á fimmtu mínútu eftir fallega sendingu frá Justin Kluivert, 17 ára gömlum syni hollenska markahróksins Patricks Kluiverts. Kluivert þykir gríðarlega efnilegur og var ungu Blikunum erfiður á hægri vængnum í dag.

Sierhuis tvöfaldaði forskot Ajax á 25. mínútu og Dani De Wit gerði út um leikinn með þriðja marki hollensku unglingameistaranna á 69. mínútu leiksins.

Markið skoraði De Wit með föstu skoti úr teignum eftir góða sendingu Kluiverts úr aukaspyrnu.

Liðin mætast aftur eftir viku í Amsterdam en þar þarf Breiðablik að vinna upp þriggja marka forskot Ajax á heimavelli hollenska liðsins.

Hvorki Breiðablik né Ajax komst í riðlakeppni Meistaradeildar ungmenna þar sem aðallið félagsins komust ekki heldur þangað.

Í staðinn fóru liðin sem landsmeistarar í útsláttarkeppni en liðin átta sem standa eftir þar hitta átta sigurvegara riðlanna í 16 liða úrslitunum. Seinni leikurinn fer fram 19. október.

Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×