Lífið

Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Landsliðið klappaði með stuðningsmönnum í lok leiksins gegn Englendingum.
Landsliðið klappaði með stuðningsmönnum í lok leiksins gegn Englendingum. Vísir
Sonur Arons Einars Gunnarssonar var heldur betur stoltur af fyrirliðanum pabba sínum þegar hann birtist í íþróttafréttum Stöðvar 2 þar sem hann leiddi víkingahróp landsliðsins og stuðningsmanna eftir sigurinn gegn Englendingum. En eins og alþjóð veit tryggði 2-1 sigur íslenska landsliðsins á því enska Íslandi sæti í átta liða úrslitum á EM í knattspyrnu 2016.

Aron Einar birti ótrúlega sætt myndband af eins og hálfs árs gömlum syni sínum á Instagram síðu sinni þar sem sonur hans stendur upp og klappar fyrir pabba sínum. „Dadda, dadda,“ segir litli ljóshærði strákurinn og bendir á skjáinn.

Sonur Arons og Kristbjargar Jónasdóttur, kærustu hans, fæddist í mars á síðasta ári á sama tíma og íslenska landsliðið keppti við Kasakstan í undankeppni EM. Því missti hann af fæðingu sonarins en færa þarf ýmsar fórnir ef maður ætlar að ná jafnlangt og strákarnir okkar hafa gert á þessu móti.  

Hér að neðan má sjá ofurkrúttið klappa fyrir pabba sínum eftir stórkostlega frammistöðu hans gegn Englendingum á sunnudag.

My world! @krisjfitness

A video posted by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×