Golf

Sonur Birgis stefnir á atvinnumennsku

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Feðgarnir Birgir Leifur Hafþórsson og sonur hans, Ingi Rúnar Birgisson náðu mögnuðu afreki á dögunum þegar þeir urðu báðir Íslandsmeistarar í golfi í sömu vikunni.

Birgir Leifur sigraði Íslandsmótið í golfi í sjötta sinn á sunnudaginn á heimavelli sínum á Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Sonur hans, Ingi Rúnar vann flokk sinn, 14 ára og yngri nokkrum dögum áður.

Sá  yngri segist stefna út líkt og faðirinn og vonast til þess að verða betri en gamli maðurinn.

„Ég ætla að gera það, markmiðið er að komast í háskóla í Bandaríkjunum og komast í atvinnumennskuna,“ sagði Ingi sem sagðist sjá veikleika þess gamla. „Það eru stuttu chippin, hann þarf að æfa þau betur,“ sagði Ingi Rúnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×