Lífið

Söngvari Hot Chocolate látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Brown lést á heimili sínu á Bahamaeyjum, en hann hafði barist við lifrarkrabbamein í nokkur ár.
Brown lést á heimili sínu á Bahamaeyjum, en hann hafði barist við lifrarkrabbamein í nokkur ár. Vísir/AFP
Errol Brown, söngvari bresku sveitarinnar Hot Chocolate, er látinn, 71 árs að aldri. Umboðsmaður Brown staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla.

Brown lést á heimili sínu á Bahamaeyjum, en hann hafði barist við lifrarkrabbamein í nokkur ár.

Helstu smellir sveitarinnar eru You Sexy Thing og It Started with a Kiss and Every 1's a Winner.

You Sexy Thing var fyrst gefið út á áttunda áratugnum, en komst aftur á breska vinsældalistann þegar það kom fyrir í kvikmyndinni The Full Monty árið 1997.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×