Tónlist

Söngvari Dead or Alive er látinn

Anton Egilsson skrifar
Breski söngvarinn Pete Burns er allur.
Breski söngvarinn Pete Burns er allur. Vísir/Getty
Pete Burns, söngvari bresku hljómsveitarinnar Dead or Alive er látinn 57 ára að aldri. Banamein Burns var hjartaáfall. Þetta kemur fram í Twitter færslu á aðdáendsíðu Burns en það er umboðsmaður hans sem greinir frá þessu.

„Hann var sannur hugsjónarmaður, falleg og hæfileikarík sál. Hans verður sárt saknað af öllum þeim sem elskuðu og dáðu allt sem hann var og af öllum þeim góðu minningum sem hann skildi okkur eftir með“ segir í yfirlýsingu frá umboðsmanni hans sem sjá má hér að neðan. 

Hljómsveitin Dead or Alive var sett á fót árið 1980 og er enn starfandi í dag. Þeirra langþekktasta lag er lagið „You Spin Me Round“ sem kom út árið 1984 en það fór alla leið á topp breska Billboard listans. Hlusta má á slagarann hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×