Lífið

Söngvari Creed blankur og heimilislaus

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Scott Stapp.
Scott Stapp. vísir/getty
Scott Stapp, söngvari Creed, birtir korterslangt myndband á Facebook-síðu hljómsveitarinnar þar sem hann segist vera heimilislaus og blankur.

Hann segist vera fórnarlamb þjófnaðar og að nokkrir aðilar hafi svikið út úr honum peninga og reyni að sverta mannorð hans með því að segja að hann eigi við vímuefnavanda að stríða.

„Núna bý ég á Holiday Inn-hóteli, Guði sé lof, en ég hef þurft að búa í bílnum mínum í nokkrar vikur,“ segir Scott í myndbandinu.

„Ég hef ekki átt neina peninga, ekki einu sinni fyrir bensíni eða mat. Í tvo daga borðaði ég ekkert því ég átti ekki neina peninga og endaði á bráðamóttökunni,“ bætir hann við.

Meðal þeirra sem hafa sagt að Scott glími við vímuefnavanda er eiginkona hans Jaclyn. Scott þvertekur fyrir það og er með sannanir.

„Ég er eins edrú og hægt er. Þegar að sögusagnir fóru á kreik fór ég einu sinni í viku í blóð- og þvagprufu til öryggis. Þá gæti ég sannað það ef einhver héldi öðru fram.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×