Menning

Söngperlur tenórsins

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Elmar Gilbertsson syngur aríurnar sem fólk elskar.
Elmar Gilbertsson syngur aríurnar sem fólk elskar. Fréttablaðið/Stefán
„Ég fæ svo sjaldan tenórsöngvara á hádegistónleikana að við ákváðum að flytja aríurnar sem fólk elskar en fær svo sjaldan að heyra í lifandi flutningi,“ segir Antonia Hevesi píanóleikari um dagskrána í Hafnarborg á morgun.

Þar syngur Elmar Gilbertsson fimm aríur sem allar eru á topp tíu listanum yfir þekktustu tenóraríur tónbókmenntanna við undirleik Antoníu. Hún nefnir eina úr Ástardrykknum eftir Donizetti og tvær eftir Verdi og lofar háum tónum og tilfinningasúpu.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu í hádegistónleikaröð Hafnarborgar sem er að hefja tólfta starfsvetur sinn og Antonia hefur stjórnað frá upphafi.

Húsið er opnað klukkan 11.30 en tónleikarnir hefjast klukkan 12 og eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×