Handbolti

Söndergaard leggur landsliðsskóna á hilluna

Kasper Söndergaard.
Kasper Söndergaard. vísir/epa
Danski landsliðsmaðurinn Kasper Söndergaard ætlar að hugsa meira um fjölskyldu sína í nánustu framtíð.

Þess vegna er hann hættur að spila með danska landsliðinu.

„Mig hefur lengi langað að eiga meiri tíma með fjölskyldunni og einbeita mér að félagsboltanum hjá SKjern," sagði Söndergaard.

Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli

„Það hefur verið mikill heiður að leika fyrir danska landsliðið. Ég hef fengið að upplifa mikið sem ég er þakklátur fyrir. Það er engin dramatík í þessu. Þó svo ég sé hættur er ekk útilokað að ég fari aftur í rauða búninginn síðar ef þörf krefur."

Hinn 33 ára gamli Söndergaard spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 og náði að spila 156 leiki fyrir Dani. Hann var í hópnum á HM í Katar og var mikið í fjölmiðlum um tíma er hann var sagður vera ósáttur við hlutverk sitt. Því var vísað á bug eins og lesa má um hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×