Fótbolti

Sömu launin fyrir alla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stefan Johansen og Maren Mjelde við undirritun samninga í norska sendiráðinu i London
Stefan Johansen og Maren Mjelde við undirritun samninga í norska sendiráðinu i London mynd/nff
Norsku karla og kvennalandsliðiðn í fótbolta munu héðan í frá fá sömu launin. Fyrirliðar landsliðanna skrifuðu undir samninga í London í vikunni.

Undanfarið hafa kvennalandslið víðs vegar barist fyrir meira jafnræði, meðal annars hinar Norðurlandaþjóðirnar, Svíar og Danir.

Norðmenn gengu hins vegar skrefinu lengra og skrifuðu undir sögulegan samning í jafnræðisbaráttunni.

Kvennalandsliðið fær launahækkun upp á 2,5 milljónir norskra króna á ári, sem tekur launatölu þeirra upp í 6 milljónir norskra, jafn mikið og karlalandsliðið fær.

„Ég er stolt af því að vera norskur leikmaður,“ sagði fyrirliði norska kvennalandsliðsins, Maren Mjelde.

Það var norska knattspyrnusambandið sem átti upphafið að launahækkuninni, ekki leikmennirnir.


Tengdar fréttir

Kvennalandsliðið fær jafn mikið og karlarnir

Norska knattspyrnusambandið hefur skrifað undir samning þess efnis að leikmenn karla- og kvennalandsliðs Noregs í knattspyrnu fái jafn mikið greitt fyrir verkefni sín með norska landsliðinu.

Dönsku stelpunum mikið létt

Danska kvennalandsliðið í fótbolta telur sig hafa sloppið vel þegar UEFA tók fyrir "skróp“ liðsins í leik í undankeppni HM í miðju verkfalli leikmannanna á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×