Lífið

Sömdu sumarsmell í skugga rigningar

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þau Pétur og Þóra María eru jákvæð að eðlisfari. Á myndina vantar Heiðar Inga en hann var staddur úti á landi þegar ljósmyndara bar að garði.
Þau Pétur og Þóra María eru jákvæð að eðlisfari. Á myndina vantar Heiðar Inga en hann var staddur úti á landi þegar ljósmyndara bar að garði. fréttablaðið/arnþór
„Við vildum bara gera eitthvað hresst svona á meðan það rignir endalaust á okkur,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Eggerz Pétursson, en Pétur gaf nýverið út lagið Hendur upp í loft ásamt þeim Heiðari Inga Árnasyni og Þóru Maríu Rögnvaldsdóttur.

Saman skipar tríóið hljómsveitina Allir og er Hendur upp í loft fyrsta lag sveitarinnar en um sannkallaðan sumarsmell er að ræða.

Þau Pétur, Heiðar og Þóra María komu fyrst fram í sjónvarpsþáttunum Tossunum sem sýndir voru á Stöð 2 í fyrra en þar var rætt við ungt fólk sem ekki fann sig í hinu hefðbundna íslenska skólakerfi.

Pétur er ánægður með nýja lagið en hann segir þörf á jákvæðari tónlist frá íslensku tónlistarfólki.

„Íslenska senan er oft á tíðum frekar niðurdrepandi. Við vildum breiða út jákvæðari boðskap og sýna að það þarf ekki að eiga endalausan pening til þess að vera hamingjusamur og töff. Það eiga allir að vera glaðir í eigin skinni,“ segir Pétur, og bætir við að sólin fari eflaust að láta sjá sig nú þegar sumarsmellurinn er kominn út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×