Sport

Sömdu fallegt ljóð um Ennis-Hill: "Stolt þjóðar með bros jafn bjart og sólin“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jessica Ennis-Hill er elskuð og dáð af Bretum.
Jessica Ennis-Hill er elskuð og dáð af Bretum. vísir/getty
Eins og Vísir greindi frá í gær er breska sjöþrautadrottningin Jessica Ennis-Hill búin að leggja skóna á hilluna aðeins þrítug að aldri, en þetta tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni í gær.

Ennis-Hill er búinn að vera á toppnum í frjálsíþróttaheiminum í sjö ár eða síðan hún varð heimsmeistari í sjöþraut í Berlín árið 2009. Hún varð Ólympíumeistari í greininni á heimavelli í Lundúnum 2012 og vann silfur á ÓL í Ríó í sumar.

Vefsíða breska ríkisútvarpsins, BBC, kallaði eftir línum frá lesendum sínum um Ennis-Hill í þeim tilgangi að semja fallegt ljóð um frjálsíþróttakonuna.

Það heppnaðist mjög vel en úr varð fallegur óður til þessarar mögnuðu íþróttakonu sem eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tveimur árum en sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og varð heimsmeistari í Peking.

Við látum vera að þýða ljóðið en það má lesa á ensku hér að neðan.

Óður til Jess

Jess, much have you travell'd in the realms of gold,

You've been an inspiration to those both young and old,

Sheffield's finest, a woman of steel,

You've shown many an athlete a clean pair of heels.

-----

The pride of a nation, you've carried with dignity,

And impressed the world with your peerless ability,

We've followed your highs, on the edge of our seats,

We screamed at the telly - to help you compete.

-----

The battles, tears and victories,

Your place in Britain's history,

Your strength and smiles as bright as the sun,

Running with you, we always won.

-----

Much have you travell'd in the realms of gold…

Your journey is legend which will forever be told.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×