Innlent

Sólveig Lára gefur kost á sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti vígslubiskups á Hólum. Í tölvupósti til fjölmiðla segist hún leggja áherslu á að vinna að stefnumótun í söfnuðum stiftisins, efla samstarf og hlúa að starfsfólki kirkjunnar. Framundan sé starf við stefnumörkun biskupsembættanna og hún vilji leggja sitt af mörkum til að þau þjóni kirkjunni enn betur. Framboðsfrestur vegna vígslubiskupskjörsins rennur út 30. apríl næstkomandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×