Viðskipti innlent

Sölubann sett á stjörnublys

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á gamlárskvöld. Stjörnublysin sem hafa verið bönnuð voru send til prófunarstöðvar á Spáni.
Á gamlárskvöld. Stjörnublysin sem hafa verið bönnuð voru send til prófunarstöðvar á Spáni. vísir/Anton Brink
Neytendastofa hefur sett sölu- og afhendingarbann á stjörnublys frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Á vef Neytendastofu segir að handblysin stjörnublys hafi verið send til prófunarstofu á Spáni. Niður­staða prófunarinnar var sú að sjö af tíu blysum virkuðu ekki rétt þar sem þau uppfylltu ekki kröfur um grunngerð skotelda.

Stjörnublysin eru í flokki-1 sem eru skoteldar sem lítil hætta á að stafa af. Bent er á að þar sem þau virki ekki rétt geti stafað hætta af þeim. Þess er krafist að félagið eyði öllum óseldum eintökum.

Framangreind prófun og skoðun Neytendastofu er hluti af samevrópsku átaksverkefni um öryggi skotelda. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×