Innlent

Sölubann á Stjörnublys vegna slysahættu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Neytendastofa hefur ákveðið að sölu- og afhendingabann verði sett á svokölluð Stjörnublys, sem eru handblys, frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá hefur þess verið krafist að félagið eyði öllum óseldum eintökum og seldi staðfestingu þess efnis til Neytendastofu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Neytendastofu. Þar segir að handblysin hafi verið send í prófun á prófunarstofu á Spáni og að niðurstaða prófunarinnar hafi verið sú að sjö blys af tíu hafi ekki virkað rétt þar sem þau hafi ekki uppfyllt kröfur um grunngerð skotelda. Blysin séu í flokki 1 sem séu skoteldar sem lítil hætta eigi að stafa af þeim, en þar sem þau virki ekki sem skyldi geti þau verið hættuleg.

Prófun og skoðun Neytendastofu er hluti af samevrópsku átaksverkefni um öryggi skotelda.

Greint var frá því í fréttum á nýársdag að langflest þeirra flugeldaslysa sem urðu á gamlárskvöld hafi verið af völdum handblysa, en umfjöllun Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.



Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig virkni umræddra stjörnuljósa var við prófun.mynd/neytendastofa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×