Viðskipti erlent

Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni

Bjarki Ármannsson skrifar
Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður.
Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. Vísir/Ernir
Sölutölur tölvurisans Apple fyrir síðasta ársfjórðung sýna að aukning í sölu á iPhone-símum hefur aldrei verið minni. Fyrirtækið seldi 74,8 milljónir slíkra síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður.

Þrátt fyrir þetta er um metfjórðung að ræða hjá Apple, sem hagnaðist um 18,4 milljarða bandaríkjadala, rúmlega 2.400 milljarða íslenskra króna, á tímabilinu. Sala á iPhone-símum nam um 68 prósentum af tekjum fyrirtækisins.

Áður en sölutölur voru birtar í kvöld höfðu margir sérfræðingar spáð því að sala á símunum hefði dregist saman á milli ára, en sú reyndist ekki raunin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×