Menning

Sólstafir og söngur í lauginni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Litlu rúðurnar í eimbaðinu munu skila sínu í dag.
Litlu rúðurnar í eimbaðinu munu skila sínu í dag.

Gjörningur eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur verður fluttur í eimbaði Vesturbæjarlaugar í dag milli klukkan 18 og 20. Hann nefnist Ljósiða og er liður í Vetrarhátíð.

„Verkið er bæði ljós- og hljóðverk og kviknaði útfrá magískri upplifun þegar sólin var að setjast og lýsti geislum sínum inn í gufubaðið,“ lýsir Ragnheiður Harpa og heldur áfram:

„Gestum verður því í dag boðið að njóta stundar þar sem láréttir sólstafir lýsa upp vatnsdropa og hlusta eftir söng birtunnar. Kvennakórinn Katla túlkar tilfinninguna sem þræðir gang sólarinnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×